The icelandic Yule Lads

Gryla

Grýla er upphaflega tröllkona, en er síðan með tíð og tíma talin til íslenskra jólavætta. Í þulum Snorra-Eddu er hún sögð tröllkona, en er síðan ekki bendluð sérstaklega við jólin fyrr en í kvæði frá 17. öld. Grýla er í íslenskum sögnum talin móðir íslensku jólasveinanna og  að öllum líkindum faðir þeirra, en Grýla var ekki við eina fjölina felld því áður en hún kynntist Leppalúða, átti hún vingott við Bola og Gust og átti með þeim fjölda tröllabarna. Þá er til urmull af Grýlukvæðum. Þau elstu eru talin vera frá 13. öld. Svo Grýla hefur verið lengi á ferðinni og ekki er gott að verða á hennar leið.

Kemur til byggða

24. desember 

Fer aftur heim

24. desember 

Grýla hét tröllkerling
leið og ljót
með ferlega hönd
og haltan fót.
Í hömrunum bjó hún
og horfði yfir sveit,
var stundum mögur
og stundum feit.
Grýla hét tröllkerling
leið og ljót
með ferlega hönd
og haltan fót.
Í hömrunum bjó hún
og horfði yfir sveit,
var stundum mögur
og stundum feit.
Á börnunum valt það,
hvað Grýla átti gott,
og hvort hún fékk mat
í sinn poka og sinn pott.
Ef góð voru börnin
var Grýla svöng,
og raulaði ófagran
sultarsöng.
Ef slæm voru börnin
varð Grýla glöð,
og fálmaði í pokann sinn
fingrahröð.
Og skálmaði úr hamrinum
heldur gleið,
og óð inn í bæina
– beina leið.
Þar tók hún hin óþekku
angaskinn,
og potaði þeim
nið’r í pokann sinn.
Og heim til sín aftur
svo hélt hún fljótt,
– undir pottinum fuðraði
fram á nótt.
Um annað, sem gerðist þar,
enginn veit,
– en Grýla varð samstundis
södd og feit.
Hún hló, svo að nötraði
hamarinn,
og kyssti hann
Leppalúða sinn.
Svo var það eitt sinn
um einhver jól,
að börnin fengu
buxur og kjól.
Og þau voru öll
svo undurgóð,
að Grýla varð hrædd
og hissa stóð.
En við þetta lengi
lengi sat.
Í fjórtán daga
hún fékk ei mat.
Þá varð hún svo mikið
veslings hró,
að loksins í bólið
hún lagðist – og dó.
En Leppalúði
við bólið beið,
– og síðan fór hann
þá sömu leið.
Nú íslensku börnin
þess eins ég bið,
að þau láti ekki hjúin
lifna við.
Á börnunum valt það,
hvað Grýla átti gott,
og hvort hún fékk mat
í sinn poka og sinn pott.
Jóhannes úr Kötlum

Í tilefni þess að Verkstæði Jólasveinana hefur opnað netverslun fóru bræðurnir fram á það að hluti af vörunum sem eigi að fara í sölu hjá Verkstæðinu verði tileinkaðar þeim bræðrum og fölskyldu.  Hérna er hluti af þeim vörum sem eru tileinkaðar henni Grýlu.  Frábærar vörur til að aðstoða jólasveinanna að setja í skóna hjá börnunum.

Frá Verkstæði Jólasveinanna

Íslensku jólasveinarnir

Hér að að neðan eru jólasveinarnir í þeirri röð sem þeir koma til byggða. Til að fá meiri upplýsingar þinn uppáhalds jólasvein og kannsi að fá frá honum gott í skóinn, bréf  eða jafnvel pakka um jólin.

Stekkjastaur

Kemur:   12. desember
Fer heim: 25. desember

Giljagaur

Kemur:   13. desember
Fer heim: 26. desember

Stúfur

Kemur:   14. desember
Fer heim: 27. desember

Þvörusleikir

Kemur:   15. desember
Fer heim: 28. desember

Pottaskefill

Kemur:   16. desember
Fer heim: 29. desember

Askasleikir

Kemur:   17. desember
Fer heim: 30. desember

Hurðaskellir

Kemur:   18. desember
Fer heim: 31. desember

Skyrgámur

Kemur:   19. desember
Fer heim: 01. janúar

Bjúgnakrækir

Kemur:   20. desember
Fer heim: 02. janúar

Gluggagægir

Kemur:   21. desember
Fer heim: 03. janúar

Gáttaþefur

Kemur:   22. desember
Fer heim: 04. janúar

Ketkrókur

Kemur:   23. desember
Fer heim: 05. janúar

Kertasnýkir

Kemur:   24. desember
Fer heim: 06. janúar

Grýla

Kemur:   24. desember
Fer heim: 24. desember

Jólakötturinn

Kemur:   24. desember
Fer heim: 24. desember

Leppalúði

Kemur:   ekki til manna